ABOUT

 

Annalísa gefur einnig út draumkennda popptónlist undir eigin nafni. Nú síðast gaf hún út tónlistarmyndbandsverkið ,,Ég er bara að ljúga er það ekki” sem hún lék í, leikstýrði og klippti. Verkið hefur fengið góðar viðtökur; það hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir tónlistarmyndband ársins og Sólveigar Anspach verðlaunin fyrir bestu leikstjórn. Annalísa hefur mikla reynslu af kvikmyndagerð og hefur verið viðriðin hana frá 10 ára aldri þegar hún lék fyrst í sjónvarpsþáttunum Pressu. Síðan þá hefur hún sinnt ýmsum störfum í kvikmyndaframleiðslu s.s. handritaskrifum, leikstjórn, kvikmyndatöku, skriftustörfum og sem leikkona. Hún var starfsnemi og aðstoðarmaður Ásu Helgu Hjörleifsdóttur kvikmyndaleikstjóra við framleiðslu á bíómyndinni; Svar við bréfi Helgu. 

Annalísa leggur mikla áherslu á einlægni í öllu því sem hún gerir. Henni finnst mikilvægt að minna sig á hvar hjartað liggur; sögnina í verkinu og af hverju hún er mikilvæg fyrir hópnum. Hún hefur áhuga á að skoða togstreitu, tilvist, fáránleika, jafnrétti, jafnvægi, sammannleika, samskipti, endurtekningar og þráhyggju í listsköpun sinni. Annalísa stefnir á mastersnám í kvikmyndaleikstjórn.

In addition to being a theatre director, Annalísa makes dreamy pop music. Recently, she released the music video/short film to one of her songs "Ég er bara að ljúga er það ekki?" (e. I’m just lying right?) which she performed in herself, directed and edited. The piece won the Icelandic Music Awards 2022 and Solveig Anspach Directing Awards 2022. Annalísa has extensive experience in filmmaking and has been involved with it since the age of 10. Since then she has held various positions in film production, e.g. screenwriting, directing, filming, editing, supervising continuity and acting.

Annalísa puts emphasis on sincerity in everything she does. She finds it important to remember where the heart and essence lies in the work and why it is important to the group. She is interested in investigating tension, human behaviour, existence, absurdity, equality, balance, repetition and obsession in her artistic creation.

Annalísa Hermannsdóttir

er leikstjóri og tónlistarkona. Hún vinnur á þverfaglegu sviði lista ýmist við gerð sviðslista, tónlistar, texta og myndbanda. Hún útskrifaðist með BA gráðu í sviðslistum af Sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands vorið 2021. Síðan þá hefur hún sett upp þónokkur verk í leikhúsi, þar á meðal Nýr heimur - Ég býð mig fram 4, Stelpur og strákar eftir Dennis Kelly og Í fréttum er þetta helst í Umbúðalaust.

Í námi sínu í LHÍ einblíndi Annalísa á að læra um mismunandi leikstjórnar- og samsköpunaraðferðir, og þróaði svo sínar eigin leikstjórnaraðferðir út frá þeim. Þessar aðferðir notaði hún síðast í útskriftarverki sínu frá náminu: ,,Og svo er nótt”. Aðferðirnar snúast að því að skapa efni með leikhóp út frá ákveðnu þema í gegnum spuna. Hún leggur mikla áherslu á að búa til sterkar og táknrænar myndir og gefur myndum og físík jafn mikið vægi og texta. Útskriftarverkið fékk góða dóma og var það sagt ,,vel hugsað og vandað í allri útfærslu, umgjörðin áferðarfalleg og fáguð” (Stefán Baldursson). “Í heildina er verkið vel leikstýrt og hugrakkt listaverk þar sem allir þættir töluðu vel saman og mynduðu sterka heild” (Eva Rún Snorradóttir).

ANNALÍSA HERMANNSDÓTTIR
is an Icelandic theatre director and musician. She creates and performs art through various mediums such as theatre, video, text and music. She graduated with a BA in Theatre and Performance Making from the Iceland University of the Arts in June 2021. In her studies, Annalísa developed her own devising and directing methods for making theatre. She used these methods in her graduation piece from IUA "Og svo er nótt". These methods include doing long improvisations to bring out interesting images and physicality to tell the story rather than using text or the first thought that comes to mind. Her graduation piece got good reviews from critics; it was said to be "well thought out and elaborate in all implementations, the setting beautifully textured and well refined" (Stefán Baldursson). "Overall, the work is a well-directed and courageous work of art where all elements spoke well together and formed a strong whole" (Eva Rún Snorradóttir).